Oceanus Dálítill sjór, the second International Art Residence and Art Festival will take place in Eyrarbakki Iceland, from the 6 of July until 23 of July 2023. Opening date of the festival is the 15th of July 2023. Exhibition places will be in unexpected venues, like Potato house, former fish farming factory etc.
Saturday 8 July 17.00
Concert Eyrarbakkakirkja
Musicians; Júlíus Björgvinsson, Teitur Björgvinsson, Egill Björgvinsson
Opening day of the exhibition and performances;
Saturday 15. July 14.00
14.00 Opening Venue Búðarstígur 23
14.30. Performance outside/behind Búðarstígur 23.
RED WAVES is about the emotions of the inner child within. Emotions which need to be listen too, need to be seen and believed. Our emotions are like the waves in the sea, sometimes big, sometimes small and sometimes hidden deep in our soul or unconscious mind.
Choreographer/dancer: Lára Stefánsdóttir
Music: Guðni Franzson
Schulptures: Ragnhildur Stefánsdóttir
Costume: Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
PARS PRO TOTO-LÁRA STEF PRODUCTIONS
15.30 Music performance Potato house
Eyjólfur Eyjólfsson Langspil
16.00 Music perfomance Potato house
“There is a ghost in the organ”
Ingo Günther
Sunday 16 July Opening hours 13-18
14.00 Performance Potato house
Hera Fjord
Saturday 22 July Opening hours 13-18
14.00 Búðarstígur 23
Music performance in Búðarstígur 23 Ingo Günther musician and theatre artist from Berlin Germany, plays an organ made by Björgvin Tómasson Stokkseyri Iceland.
16.00 Potato house
Þórdís Þúfa reads from her unpublished book “Þín eru sárin”
Sunday 23 July Opening hours 13-18
15.00 Búðarstígur 23
Artists give talk about their artworks they realised here in Eyrarbakki for “Dálítll sjór”
16.00 Potato house
Artists give talk about their artworks they realised here in Eyrarbakki for “Dálítll sjór”
Opening hours of the exhibition are those two weekends;
Saturday 15 July 14.00-18.00
Sunday 16 July 13.00-18.00
Saturday 22 July 13.00-18.00
Sunday 23 July 13.00-18.00
During those dates we will also have performances, which will be announced later as things develops and the artists start to work.
The aim of the festival is to celebrate art and culture and to connect to the community and the people of Eyrarbakki and surroundings, through culture and foreign inspirations.
Small history of Eyrarbakki;
Eyrarbakki is a village with about 600 inhabitants, situated on the south coast of Iceland, about 1 hour drive from Reykjavík. Eyrarbakki is a former fishing and farming village and trading center. At its peek early 1900, with around 1000 inhabitants the village was the central trading hub between Iceland and the outer world. Farmers traveling from long distances along the south coast came to Eyrarbakki to trade their goods in exchange with the newest goods from Danish merchant ships. The oldest building in the village, Húsið (“The House”) which is now a part of the heritage museum of Árnessýsla, is from 1765, Norwegian timber, the oldest preserved timber dwelling house in Iceland. The primary school, established in 1852, is the oldest in the country. Today the small village of Eyrarbakki with its many interesting old houses is of great historical importance because of its role in fishing and trading history.
In Greek mythology, Oceanus was the son of Uranus (the sky) and Gaia (the earth). He was the father of the many nature spirits and the father of the river gods and the Oceanids, as well as being the great river which encircled the entire world.
“Dálítill sjór” means literally; a very small ocean. It is a term used to describe the sea-state for the ocean travellers.
In May/June 2022, Oceanus / Hafsjór was held for the first time in Eyrarbakki, where 25 international artists came to Eyrarbakki and made art together, then in collaboration with the Árnessýsla Heritage Museum. This year we want to continue on a smaller scale, the good work and communication with the people of Eyrarbakki who participated and welcomed the artists in their unique way.
Artists are multidisciplinary; visual artists, musicians, writers, dancers and performance artists.
Xenia Imrova Slovakia
Jörg Paul Janka Germany
Piotr Zamojski Poland
Manou Soobhany Mauritius
Eyjólfur Eyjólfsson Iceland
Kristine Schnappenbourg Germany
Auður Hildur Hákonardóttir Iceland
Christine Gísla Iceland
Júlíus Björgvinsson Iceland
Teitur Björgvinsson Iceland
Egill Björgvinsson Iceland
Hera Fjord Iceland
Ingo Günther Germany
Þórdís Þúfa Iceland
Lára Stefánsdóttir Iceland
Guðmundur Þór Gunnarsson Iceland
Djuneid Dulloo Mauritius
Samantha Clair Zaccarie France
Jaeyun Baesia Heo Jeong South Korea
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir Iceland
Dear artists and artlovers Eyrarbakki is waiting for you !
Facebook; Hafsjór - Oceanus
Instagram; oceanus__hafsjor
Dagana 6. til 23. júlí 2023 mun í annað sinn alþjóðlega listsýningin og vinnustofan OCEANUS HAFSJÓR “Dálítill Sjór” fara fram á Eyrarbakka.
Sýningaropnun verður helgina 15. til 16. júlí 2023 og mun sýningin standa til 23. júlí 2023.
Laugardagur 8 júlí kl. 17.00
Tónleikar í Eyrarbakkakirkju
Flytjendur tónlistar; Júlíus Björgvinsson, Teitur Björgvinsson, Egill Björgvinsson
Opnunarhátíð laugardaginn 15. júlí kl 14.00. við Búðarstíg 23
14.00 Opnunarhátíð við Búðarstíg 23
14.30 Dans og tónlistargjörningur við Búðarstíg 23 (baka til)
RAUÐAR ÖLDUR er um tilfinningar barnsins innra með okkur. Tilfinningar sem þurfa hlustun, þurfa að sjást og vera teknar trúanlegar. Tilfinningar okkar eru eins öldurnar í sjónum, stundum stórar, stundum smáar og stundum faldar í hyldýpi sálar eða undirmeðvitund okkar.
Danshöfundur/dansari: Lára Stefánsóttir
Tónlist: Guðni Franzson
Skúlptur: Ragnhildur Stefánsdóttir
Búningur: Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
15.30 Tónlistarflutningur í Kartöflugeymslunni
Eyjólfur Eyjólfsson. Söngur langspil
16.00 Tónlistarflutningur í Kartöflugeymslunni
“Það er draugur í orgelinu”
Ingo Günther. Hammond orgel
Sunnudagur 16 júlí 13-18
14.00 Upplestrargjörningur Hera Fjörd
Laugardagur 22 júlí 13-18
14.00 Búðarstígur 23
Ingo Günther tónlistar og leikhúslistamaður frá Berlín í Þýskalandi spilar á orgel eftir orgelsmiðinn Björgvin Tómasson frá Stokkseyri.
16.00 Kartöflugeymsla
Upplestur Þórdíar Þúfu rithöfundar.
“Þín eru sárin” frumflutningur á texta úr óútkominni skáldsögu.
Sunnudagur 23 júlí 13-18
15.00 Búðarstígur 23
Listamennirnir tala um verk sín sem þeir gerðu hér á Eyrarbakka fyrir “Dálítinn sjó”
16.00 Kartöflugeymsla
Listamennirnir tala um verk sín sem þeir gerðu hér á Eyrarbakka fyrir “Dálítinn sjó”
Opnunartími sýningar;
Laugardagur 15 júlí kl. 14.00-18.00
Sunnudagur 16 júlí kl. 13.00-18.00
Laugardagur 22 júlí kl. 13.00-18.00
Sunnudagur 23 júlí kl. 13.00 -18.00
Sýningarnar fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði við Búðarstíg, ásamt fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um þorpið á Eyrarbakka.
Upplýsingar um tónlistar, dans og gjörnirna viðburði verður tilkynnt um síðar á heimasíðu hátíðarinnar og samfélagsmiðlum.
Helsta markmið verkefnisins er að efla menningarstarfsemi og listsköpun á svæðinu og í nágrenni þess. Gefa kost á, og virkja almenning til listsköpunnar. Vekja áhuga á menningu og sögu okkar sem fyrirfinnst ríkulega á Eyrarbakka. Annað mikilvægt markmið er að auka víðsýni og efla tengingar við framandi menningarheima og hleypa auknu lífi í og fá sýn annra á samfélagið okkar.
Eyrarbakki verður í brennidepli, iðandi af lífi og íbúar héraðsins og aðrir gestir, finna, upplifa og taka mögulega þátt í undirbúningi og verða þannig partur af hátíðinni. "Glöggt er gests augað" segir einhversstaðar og það verður áhugavert að sjá túlkun listafólksins á umhverfi og menningu okkar.
Þátttakendur í sýningunni verða 14 listamenn frá Slóvakíu, Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Suður Kóreu, Mauritius og Íslandi. Þeir munu dvelja á Eyrarbakka í u.þ.b. 2-3 vikur og vinna að list sinni.
Listafólkið vinnur í ýmsa miðla, myndlist, ljósmyndun, gjörninga, skúlptúr tónlist og dans.
Xenia Imrova Slóvakía
Jörg Paul Janka Þýskaland
Piotr Zamojski Póland
Manou Soobhany Mauritius
Teitur Björgvinsson Ísland
Egill Björgvinsson Ísland
Eyjólfur Eyjólfsson Ísland
Kristine Schnappenbourg Þýskaland
Auður Hildur Hákonardóttir Ísland
Christine Gísla Ísland
Júlíus Björgvinsson Ísland
Hera Fjord Ísland
Ingo Günther Þýskaland
Guðmundur Þór Gunnarsson Ísland
Þórdís Þúfa Ísland
Jaeyun Baesia Heo Jeong Suður Kórea
Djuneid Dulloo Mauritius
Lára Stefánsdóttir Ísland
Samantha Clair Zaccarie Frakkland
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir Ísland
Brot af sögu Eyrarbakka;
Eins og flestir vita er Eyrarbakki er þorp með um 600 íbúa, og staðsett á suðurströnd Íslands, í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Eyrarbakki er fyrrum sjávarútvegs- og bændaþorp og mikilvæg verslunarmiðstöð.Í upphafi 1900, var íbúatala Eyrarbakka um 1000 íbúar og var þorpið aðal verslunarmiðstöð Íslands. Bændur ferðuðust langar leiðir til Eyrarbakka til að versla með vörur sínar í skiptum fyrir nýjustu vörur frá dönskum kaupskipum. Elsta bygging þorpsins, “Húsið” sem nú er hluti af Byggðasafni Árnesinga, er frá 1765, úr norsku timbri. Það er meðal elstu varðveittu timburhúa á Íslandi. Barnaskólinn, stofnaður 1852, hann er sá elsti á landinu. Sérstaða Eyrarbakka í dag er helst sú að mikið af áhugaverðum gömlum húsum hafa varðveist, ásamt því að hafa átt stóran þátt afar í sjávarútvegs- og verslunarsögu Íslands.
Í grískri goðafræði var Oceanus sonur Uranusar (himinn) og Gaiu (jörð). Hann var faðir hinna óteljandi anda náttúrunnar og guða ár og fljóta, jafnframt því að vera hið mikla fljót sem umlykur allan heiminn, og tengir okkur þannig öll saman.
Í stuttu máli má segja að Hafsór Oceanus sé um menningarheima sem kallast á, samspil mannanna og náttúrunnar og sögunnar.
“Dálítill sjór” er sjólag, öldu og veðurspá fyrir sjófarendur.
Í sjávarþorpum hringinn í kringum landið er líf íbúanna nátengt náttúrunni. Ýmsir þættir í umhverfinu og sérstaklega veðrið er því hluti af því sem íbúar verða að fylgjast með og taka tillit til í störfum sínum.
Veðurathugunarmenn gegndu áður fyrr þýðingarmiklu hlutverki í þessu sambandi. Þeir mældu ýmsa þætti í veðurfari á viðkomandi stað, sumir oft á hverjum sólarhring. En sumt var ekki hægt að mæla, heldur varð að treysta á mat veðurathugunarmanns á þeim þáttum.
Einn þeirra þátta var sjólag. Veðurathuganarmaðurinn varð að hafa góða sýn til sjávar og því var ekki hægt að meta sjólag nema að degi til og í björtu veðri.
Sjólagið er metið í tölum frá 0 og upp í 9 og var matið byggt á ölduhæð sem veðurathugarmaður verður að áætla út frá því sem hann sér og þeirri þekkingu á aðstæðum sem hann hefur tileinkað sér. Hver matsliður hefur auk lykiltölunnar nafn sem er lýsandi fyrir sjólagið. Þegar sjór er rennisléttur er sagt að sjólagið sé ládautt og ölduhæð 0 m. Hæsta stig sjólags er aftaka hafrót með ölduhæð yfir 14 m.
Dálítill sjór er fjórði matsliður og hefur lykiltöluna 3. Ölduhæð er þá 0,5–1,25 m. Eins nafnið og ölduhæðin gefa til kynna er sjórinn farinn að ýfa sig og ókyrrast, en þó ekki það mikið að hætta stafi af. Næst fyrir neðan er sjólítið og fyrir ofan er talsverður sjór þar sem ölduhæðin er orðin 1,25–2,5 m.
Á Eyrarbakka var mönnuð veðurstöð frá 1923 til 2017. Lengi vel var veður mælt og metið sex sinnum á sólarhring á Eyrarbakka. Ekki er vitað hvenær byrjað var að meta sjólag á þar en því mati var hætt árið 2017 þegar sjálfvirk veðurathugunarstöð tók yfir.
Meðan útgerð var frá Eyrarbakka skipti máli fyrir sjófarendur að fá mat á sjólagi og á því meðal annars byggðu veðurfræðingar veðurspá sína fyrir svæðið.
Árið 2008 var sjólag metið á 11 veðurathugunarstöðvum kring um landið en nú er sjólagið metið af veðurathugunarmönnum á sex stöðvum. Aftur á móti eru sjólagsmælingar gerðar af ölduduflum hringinn í kring um landið og sjávarhæðarmælum í höfnum landsins. Texti Magnús Karel Hannesson.
Listahátíðin Oceanus Hafsjór, varð til árið 2022, að frumkvæði, Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur og í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. 25 alþjóðlegir listamenn dvöldu þá á Eyrarbakka í mánuð og unnu að listsköpun sinni. Verkefnið "Dálítill sjór" er sjálfstætt framhald af hátíðinni og er nú einstaklingsframtak Ástu, með stuðningi frá Uppbyggingasjóði Suðurlands, ásamt stuðnini fyrirtæja og einkaaðila sem styðja verkefnið með fjárstuðningi, aðstoð við matargerð, gistiaðstöðu og sýningaraðstöðu. Ætlunin er að halda áfram að efla listsköpun á svæðinu, Eyrarbakka og umhverfi hans, eftir frábærar viðtökur jafnt listamannana, þorpsbúa og annara sem urðu aðnjótandi.
Facebook; Hafsjór - Oceanus
Instagram; oceanus__hafsjor